Afkoma ársins
Afkoma ársins 2018
Afkoma ársins 2018 var viðunandi og reyndar betri en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur Faxaflóahafna sf. árið 2018 voru 3.966,7 mkr, sem er 7,4% hækkun reglulegra tekna á milli áranna 2017 og 2018. Hækkunin á milli ára nemur 274,6 mkr. Megintekjuliðir ársins sem eru yfir því sem áætlað var eru skipagjöld og hafnarþjónusta, en vörugjöld stóðu nokkurn veginn í stað á milli ára.
Rekstrargjöld Faxaflóahafna sf. árið 2018 voru 2.889,9 mkr. og lækka að krónutölu á milli ára um 205,2 mkr. eða um 6,7%.
Heildareignir 2018 námu 16,1 Ma.kr. þar af námu fastafjármunir 12,9 Ma.kr. og veltufjármunir 3.185,6 mkr.
Heildarskuldir voru 1.359,2 mkr. en þar af voru langtímaskuldir alls 645,9 mkr.
Handbært fé í lok árs 2018 var 2,6 Ma.kr..
Fjárfestingar voru í heildina 1,5 Ma.kr.