Almennar upplýsingar um fyrirtækið
Faxaflóahafnir er sameignarfyrirtæki sem stofnað var árið 2004. Fyrirtækið er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar auk Skorradalshrepps. Fyrirtækið tók til starfa á árinu 2005 við sameiningu hafnanna í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi.
Rekstur fyrirtækisins felst í rekstri hafnarþjónustu, hafnarvirkja, lands og lóða auk húseigna. Hafnarþjónustan rekur dráttarbáta, vita og sæmerki, hafnarvogir, hafnsöguþjónustu, festarþjónustu auk sölu á raforku og vatni til skipa. Rekstur hafnarvirkja felst í nýbyggingum, viðhaldi og umhirðu á hafnarmannvirkjum. Rekstur lands og lóða felst í gatna- og lóðagerð á hafnarsvæðum auk viðhalds og umhirðu gatna og opinna svæða. Í gegnum tíðina hefur verið unnið að landfyllingum í Reykjavík sem hafa skapað aukið landrými á athafnasvæði fyrirtækisins. Til þessara landfyllinga hefur verið nýtt það jarðefni sem fellur til við framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Landfyllingar hafa einnig átt sér stað á Grundartanga og má ætla að umfang þeirra muni vaxa á komandi árum. Rekstur húseigna felst í útleigu, viðhaldi og umhirðu húseigna í eigu fyrirtækisins. Til viðbótar er rekið áhaldahús sem auk þess annast rekstur bifreiða í eigu fyrirtækisins.
Í töflu 1 eru teknar saman almennar upplýsingar um fyrirtækið fyrir árin 2016 og 2017. Farþegaskipum fjölgaði og gámaflutningar jukust á milli ára.
Tafla 1. Almennar upplýsingar um Faxaflóahafnir árin 2016 og 2017
2016 | 2017 | ||
Starfsmenn Faxaflóahafna | ársverk | 77 | 77 |
Bifreiðar í eigu Faxaflóahafna | fjöldi | 22 | 23 |
Bátar í eigu Faxaflóahafna | fjöldi | 4 | 4 |
Flatarmál hafnarlands og lengd viðlegukanta | |||
Gamla höfnin | ha / m | 62 / 3.370 | 62 / 3.370 |
Sundahöfn | ha / m | 166 / 2.551 | 166 / 2.849 |
Ártúnshöfði, Eiðsvík og Gufunes | ha / m | 8 / 102 | 8 / 102 |
Grundartangi | ha / m | 654 / 760 | 655 / 760 |
Akranes | ha / m | – / 1.176 | – / 1.176 |
Borgarnes | ha / m | – / 61 | – / 61 |
Hafnarland og viðlegukantar alls | ha / m | 890 / 8.320 | 891 / 8.318 |
Lóðir í eigu Faxaflóahafna | ha | 329 | 331 |
Húsnæði Faxaflóahafna, til eigin nota | |||
Skrifstofuhúsnæði Tryggvagötu, | m² | 1.672 | 1.672 |
í notkun Faxaflóahafna | |||
Skrifstofuhúsnæði Tryggvagötu, í leigu | m² | 4.127 | 4.127 |
Bækistöð, Gamla höfnin | m² | 1.243 | 1.243 |
Vigtarhús, Gamla höfnin | m² | 93 | 93 |
Vigtarhús, Akranes | m² | 32 | 32 |
Hafnarhúsið Akranesi | m² | 211 | 211 |
Þjónustuhús Skarfabakka | m² | 360 | 360 |
Húsnæði alls | m² | 7.738 | 7.738 |
Skipakomur (yfir 100 tonn) | |||
Skemmtiferðaskip og fjöldi farþegar | fjöldi | 114 / 98.676 | 135 / 128.275 |
Önnur skip | fjöldi | 1.388 | 1.381 |
Flutningar | tonn / TEU | 3.700.717 / 308.066 | 3.849.581 / 350.348 |