Eldsneytisnotkun og losun útblástursefna frá skipum

Notkun eldsneytis (skipaolíu, dísil og bensín) tengist rekstri ökutækja og báta. Skipaolía er notuð á báta í eigu Faxaflóahafna en dísilolía og bensín á bifreiðar og vélar. Jarðefnaeldsneyti er óendurnýjanleg auðlind og brennsla eldsneytis veldur losun mengandi efna til umhverfisins, m.a. gróðurhúsalofttegunda. Frá umhverfislegu sjónarmiði er mikilvægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, bæði með því að velja sparneytnari skipavélar og bifreiðar og huga að því hvort hægt sé að velja vélar og tæki sem nota endurnýjanlega orkugjafa

Faxaflóahafnir hafa gert samstarfssamning við Skógrækt ríkisins um að ræktaður verði skógur á jörðinni Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit, sem er í eign Faxaflóahafna. Áætlað er að planta í kringum 1-3 ha á ári til að kolefnisbinda útblástur gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi.

Hjá Faxaflóahöfnum eru notaðar þrjár eldsneytistegundir (skipaolía, dísilolía (ólituð og lituð) og bensín). Notkun eldsneytis er aðallega á fjóra báta í eigu Faxaflóahafna. Notkun skipaolíu dróst saman milli áranna 2016 og 2017. Bensín og dísilolía sem notuð eru á 23 ökutæki dróst einnig saman. Alls var bifreiðum Faxaflóahafna ekið um 325 þúsund km á árinu 2017 sem er mjög svipað og á árinu á undan. Unnið hefur verið að endurnýjun bílaflotans með sparneytnari bílum og eru núna þrír rafbílar í notkun hjá Faxaflóahöfnum. Alls varð því 3% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri bifreiða milli ára.

Tafla 6 og mynd 5 sýna eldsneytisnotkun og útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu eldsneytis árin 2013 til 2017. Gróflega má áætla að tæplega 20% af losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Faxaflóahafna megi rekja til reksturs bifreiða og rúmlega 80% til reksturs báta.

Árið 2017 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda um 535 tonn CO2-ígildi sem er lækkun um 3% milli ára. Til að kolefnisjafna þessa losun þyrfti að gróðursetja 5.350 tré miðað við að það taki gróður 60 ár að binda 300 tonn CO2/ha (www.kolvidur.is)

Tafla 6. Eldsneytisnotkun og útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu eldsneytis árin 2016 og 2017

2016 2017 2016 2017 Breyting
L L kg CO2 ígildi kg CO2 ígildi
Heildarnotkun skipaolía 169.376 164.518 453.420 440.415 -3%
Heildarnotkun dísil (lituð og ólituð) 31.380 30.610 84.440 82.368 -2%
Heildarnotkun bensín 4.888 5.081 11.369 11.818 -4%
Alls 549.229 534.602 -3%
Meðaltalseyðsla skipaolíu pr. vélatíma aðalvélar 79,0 79,0
Meðaltalseyðsla dísil pr. 100 km 11,8 11,3
Meðaltalseyðsla bensín pr. 100 km 7,9 7,8
Kolefnisbinding: fjöldi trjáa stk. 5.490 5.350


Mynd 5. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda (kg CO2 ígildi) vegna brennslu eldsneytis árin 2013 til 2017

Árið 2016 hófu Faxaflóahafnir að fylgjast með losun útblásturs frá skipum á hafnarsvæði fyrirtækisins. Sænska umhverfisráðgjafafyrirtækið IVL sér um magnútreikninga útblásturs- efnanna út frá fjölda og tegunda skipa. Mat er lagt á magn gróðurhúsalofttegundanna, kolefnistvíoxíð (CO2), metan (CH4), niturtvíoxíð (NO2), nituroxíð (NOx) og vetnishalókolefni (HC). Auk þessa er mat lagt á magn svifryks (PM10 og PM2,5) og brennisteinstvíoxíðs (SO2). Með þessum upplýsingum geta Faxaflóahafnir fylgst með losun útblástursefna frá skipum og lagt mat á hversu mikið landtengingar skipa geta dregið úr þessari losun á hafnarsvæðum Faxaflóahafna. Mestur fjöldi skipa (90%) hefur viðkomu á hafnarsvæði gömlu hafnarinnar með tilheyrandi losun mengunarefna. Í töflu 7 má sjá losun útblástursefna frá skipum á hafnarsvæði Faxaflóahafna árin 2016 og 2017.

Tafla 7. Losun útblástursefna frá skipum á hafnarsvæði Faxaflóahafna árin 2016 og 2017.

2016 CO2 CH4 N2O NOx HC PM10 PM2,5 SO2 Fjöldi skipa
tonn kg kg kg kg kg kg kg
Akraneshöfn 2.090 27 86 28.800 1.370 680 578 1.130 36
Grundartangahöfn 4.150 54 169 67.100 2.710 2.430 2.060 9.880 129
Gamla höfnin 10.300 126 405 144.000 6.220 3.390 2.880 8.790 6.395
Sundahöfn 21.200 256 848 326.000 12.800 10.800 9.190 50.700 548
Heildarlosun 37.740 463 1.508 565.900 23.100 17.300 14.708 70.500 7.108
2017 CO2 CH4 N2O NOx HC PM10 PM2,5 SO2 Fjöldi skipa
tonn kg kg kg kg kg kg kg
Akraneshöfn 2.630 33 104 28.200 1.630 811 690 821 44
Grundartangahöfn 5.260 68 212 79.300 3.380 2.780 2.360 11.000 138
Gamla höfnin 9.930 140 390 136.000 5.970 3.350 2.850 9.820 6.026
Sundahöfn 25.600 304 1.020 389.000 15.100 12.300 11.300 67.400 683
Heildarlosun 43.420 545 1.726 632.500 26.080 20.241 17.200 89.041 6.891