Landfyllingar

Landfyllingar eru hluti af stækkun hafnarsvæða og byggingu hafnarmannvirkja. Landfyllingar hafa áhrif á náttúrulega lögun hafnarinnar, auk þess að breyta samsetningu þeirra jarðefna sem eru til staðar innan hafnarsvæðisins (t.d. með endurnýtingu fyllingarefna og jarðvegs frá framkvæmdum).

Hjá Faxaflóahöfnum er haldið utan um upplýsingar um landsvæði sem fer undir landfyllingar og tegundir og magn efna sem notað er til landfyllinga samanber töflu 16 og mynd 11.

Notkun efnis frá dýpkunarframkvæmdum auk fyllingarefnis og jarðvegs frá framkvæmdum er skilgreind sem endurvinnsla. Fyllingarefni frá útboðsverkum skilgreinast ýmist sem endurvinnsla eða efni úr námum. Sá verktaki sem vinnur að umræddri framkvæmd útvegar það efni sem þarf til framkvæmdarinnar. Allt fyllingarefni sem notað var til landfyllinga á árinu 2017 var jarðvegur frá framkvæmdum, fyllingarefni frá stóriðju og keypt fyllingarefni úr útboðsverkum.

Tafla 16. Landsvæði til landfyllinga og magn og tegundir efna sem notuð voru til landfyllingar árin 2016 og 2017

2016 2017
Magn Magn
Landsvæði til landfyllinga ha 1 1,9
Magn efna til landfyllinga, áætluð skipting
Dýpkunarefni til landgerðar m3 0 0
Endurvinnsla fyllingarefnis og jarðvegs frá framkvæmdum og rekstri m3 16.200 60.000
Efni í flæðigryfju frá stóriðju m3 19.500 17.500
Fyllingarefni í útboðsverkum m3 4.800 78.000
Keypt fyllingarefni úr námum í sjó m3 0 0
Heildarmagn efnis til landfyllinga m3 40.500 155.500

 

Mynd 11. Magn efna til landfyllinga, áætluð skipting árin 2013 til 2017