Mengunaróhöpp

Ef mengunaróhapp verður á hafnarsvæði ber að tilkynna það til Faxaflóahafna. Þetta á við um atvik, þar sem olía eða önnur mengandi efni berast í sjóinn eða jarðveg í meira magni en 100 L. Einnig ber að tilkynna óhöpp á skipum og bátum þar sem mengandi efni hafa lekið úr tilheyrandi umbúðum og geta valdið mengunaróhöppum. Þetta gildir bæði fyrir mengunaróhöpp sem verða við starfsemi Faxaflóahafna og þeirra sem leigja svæði af Faxaflóahöfnum. Haldið hefur verið utan um þau óhöpp sem tilkynnt hafa verið, en ekki er hægt að tryggja að öll óhöpp séu tilkynnt til Faxaflóahafna.

Tíu mengunaróhöpp voru tilkynnt til Faxaflóahafna á árinu 2017. Þessi óhöpp urðu bæði á sjó og landi, sjá töflu 14. Flest þessara óhappa má rekja til olíuleka í óverulegu magni.

Tafla 14. Mengunaróhöpp tilkynnt til Faxaflóahafna árin 2016 og 2017

2016 2017 2016 2017
Fjöldi Fjöldi Fjöldi / skipakomur yfir 100 tonn Fjöldi / skipakomur yfir 100 tonn
Tilkynnt óhöpp á landi 0 6 0 0
Tilkynnt óhöpp á sjó 1 4 0,001 0,007
Mengunaróhöpp alls 1 10 0,001 0,007