Skýringar

  1. Reikningsskilaaðferðir

    Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum. Ársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Ársreikningurinn er hluti samstæðuársreikningi Reykjavíkurborgar.

  2. Erlendir gjaldmiðlar

    Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlumeru umreiknaðar í íslenskar krónur á skráðu gengi í lok ársins. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning.

  3. Innlausn tekna

    Tekjur af leigu og þjónustu eru færðar í rekstrarreikning þegar til þeirra hefur verið unnið. Tekjur eru ekki færðar ef
    veruleg óvissa er um innheimtu þeirra.

  4. Varanlegir rekstrarfjármunir

    Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum. Afskriftir eru reiknaðar sem
    fastur hundraðshluti miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna, þar til niðurlagsverði er náð.

  5. Eignarhlutir í félögum

    Eignarhlutir í félögum eru metnir á kostnaðarverði að teknu tilliti til niðurfærslu til að mæta hugsanlegu tapi í framtíðinni, fyrir utan eignarhlut í Eignarhaldsfélaginu Speli hf., sem er uppreiknaður m.v. breytingar á vísitölu neysluverðs, í samræmi við samning um eignarhlutinn, en söluverð eignarhlutarins mun byggjast á breytingu vísitölunnar.

    Eignarhlutir í dótturfélögum eru ekki færðir m.v. hlutdeildaraðferð og ekki gerð samstæða, þar sem áhrif félaganna eru
    óveruleg.

  6. Langtímakröfur

    Langtímakröfur eru færðar á nafnverði að frádregnum greiddum afborgunum og eru eftirstöðvar nafnverðs reiknaðar upp miðað við gildandi gengi eða vísitölu í lok ársins eftir því sem við á.

  7. Viðskiptakröfur

    Viðskiptakröfur eru færðar niður til að mæta almennri áhættu sem fylgir kröfueign félagsins, en hér er ekki um endanlega afskrift að ræða. Í rekstrarreikningi ársins eru gjaldfærðar 10,8 millj. kr. vegna hækkunar niðurfærslu. Niðurfærslan er dregin frá viðskiptakröfum í efnahagsreikningi.

  8. Skattamál

    Félagið eru undanþegið tekjuskattsskyldu og hafnarsjóðir eru undanþegnir hvers konar sköttum af hafnarmannvirkjum.

  9. Laun og launatengd gjöld

    Laun og launatengd gjöld greinast þannig:

    2017 2016

    Laun


    743.094 711.025

    Mótframlag í lífeyrissjóð


    97.485 92.080

    Önnur launatengd gjöld


    70.128 72.412

    Laun og launatengd gjöld samtals



    910.708



    72.412


    Meðalfjöldi starfsmanna umreiknaður í heilsársstörf


    77 77

    Laun og þóknanir til stjórnar námu 19,6 millj. kr. á árinu 2017 (2016; 34,3 millj. kr.). Laun og hlunnindi hafnarstjóra námu 18,1 millj. kr. (2016; 17,6 millj. kr.). Lækkun í launum stjórnar milli ára skýrist af uppgjöri vegna breytingar á viðmiðun launa stjórnar frá fyrri árum sem hafði ekki skilað sér til stjórnarmanna sem voru gerð upp og gjaldfærð á árinu 2016.

    Laun og launatengd gjöld sundurliðast þannig á liði í rekstrarreikningi

    2017 2016

    Hafnarvirki


    130.629 131.987

    Eignagjöld


    23.034 22.910

    Hafnarþjónusta


    494.089 458.198

    Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður


    226.443 227.953

    Siglingavernd


    36.513 34.469

    Laun og launatengd gjöld samtals



    910.708



    875.517


  10. Varanlegir rekstrarfjármunir

    Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir, greinast þannig:

    Fasteignir og Hafnir og Bátar, bifreiðar
    lóðir
    Hafnir og
    mannvirki
    Gatnakerfi Bátar, bifreiðar
    áhöld og tæki
    Samtals

    Heildarverð 1.1.2017


    7.856.925 17.265.776 1.263.106 1.246.164 27.631.971

    Afskrifað áður


    (4.967.729)


    (9.786.032)


    (332.469)


    (1.030.814)


    (16.117.044)


    Bókfært verð 1.1.2017


    2.889.196 7.479.744 930.637 215.350 11.514.927

    Viðbót á árinu


    332.216 1.329.022 52.349 17.577 1.731.164

    Selt og niðurlagt á árinu


    0 0 (366.120) (6.143) (372.263)

    Afskrift færð út


    0 0 0 5.359 5.359

    Afskrifað á árinu


    (135.630) (486.772) (50.379) (49.550) (722.331)

    Bókfært verð 31.12.2017



    3.085.782



    8.321.994



    566.487



    182.593



    12.156.856


    Heildarverð 31.12.2017


    8.189.141 18.594.798 949.335 1.257.598,0 28.990.872

    Afskrifað samtals 31.12.2017


    (5.103.359) (10.272.804) (382.847) (1.075.005) (16.834.016)

    Bókfært verð 31.12.2017



    3.085.782



    8.321.994



    566.487



    182.593



    12.156.856


    Afskriftahlutföll


    2,5-4% 4-10% 4% 10-20%

    Áætlaður nýtingartími


    25-40 ár 10-25 ár 25 ár 5-10 ár
  11. Fasteignamat og vátryggingaverð

    Fasteignamat og vátryggingaverð eigna félagsins greinist þannig:

    Fasteignamat Vátryggingaverð

    Fasteignir


    5.652.003 6.525.961

    Lóðir


    25.890.120 0

    Bátar


    0 1.257.214

    Aðrir varanlegir rekstrarfjármunir


    0 525.452

    31.542.123



    8.308.627


  12. Eignarhlutir í félögum

    Eignarhlutar í félögum greinast þannig:

    Eignarhluti Nafnverð Bókfært verð

    Vatnsveita Hvalfjarðarsveitar sf., Akranes


    50,0% 25.500 75.481

    Eignarhaldsfélagið Spölur hf., Akranes


    23,5% 20.200 52.379

    Halakot ehf., Reykjavík


    100,0% 2.000 2.000

    Aflvaki hf., Reykjavík


    7,6% 608 719

    Þjónustumst Grundartangasvæði, Grundartanga


    750

    Eignarhlutir í félögum alls



    48.308



    131.330


    Hlutabréf í Eignarhaldsfélaginu Speli hf. voru uppreiknuð miðað við vísitölu neysluverðs í lok árs.

    Faxaflóahafnir sf. er helmingseigandi að Vatnsveitu Hvalfjarðarsveitar sf., en tilgangur félagsins er öflun vatns vegna starfsemi á Grundartanga og í svonefndu Hagamelshverfi. Skuldbindingar Vatnsveitu Hvalfjarðarsveitar í árslok nema um 3 millj. kr. Faxaflóahafnir bera beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins

  13. Langtímakröfur

    Yfirlit um langtímakröfur:

    2017 2016

    Skuldabréf


    876.806 947.236

    Langtímakröfur samtals


    876.806 947.236

    Næsta árs afborganir


    ( 284.861) (250.926)

    Langtímakröfur í efnahagsreikningi samtals



    591.945



    696.310


    Langtímakröfur greinast þannig:

    Verðtryggð lán bundin NVT til verðtryggingar



    876.806



    947.236


    Afborganir langtímakrafna greinast þannig á næstu ár:

    Árið 2017


    250.926

    Árið 2018


    284.861 245.068

    Árið 2019


    240.173 202.439

    Árið 2020


    234.535 196.313

    Árið 2021


    80.423 46.249

    Árið 2022


    33.640 6.241

    Afborgun síðar


    3.175

    Langtímakröfur samtals



    876.806



    947.236


  14. Viðskiptakröfur

    Niðurfærsla viðskiptakrafna greinist þannig:

    2017 2016

    Niðurfærsla í ársbyrjun


    20.302 17.164

    Tapaðar kröfur á árinu


    ( 6.330) 0

    Breyting á niðurfærslu


    10.782 3.138

    Niðurfærsla í árslok



    24.754


    20.302
  15. Eigið fé

    Yfirlit um óráðstafað eigið fé:

    2017 2016

    Niðurfærsla í ársbyrjun


    20.302 17.164

    Óráðstafað eigið fé í upphafi árs


    13.027.750 12.594.962

    Greiddur arður


    ( 371.000) ( 310.000)

    Hagnaður ársins


    653.415 742.788

    Óráðstafað eigið fé í lok árs



    13.310.165



    13.027.750


  16. Langtímaskuldir

    Yfirlit um langtímaskuldir:

    2017 2016

    Lífeyrissjóður Verslunarmanna


    804.409 878.557

    Aðrir aðilar


    4.196 12.375

    808.605



    890.932


    Langtímaskuldir greinast þannig:

    Vextir 2017 2016

    Verðtryggð lán önnur


    3,55 – 6,45% 808.605 890.932

    Langtímaskuldir samtals


    808.605 890.932

    Næsta árs afborganir


    (93.575) (96.106)

    Langtímaskuldir í efnahagsreikningi samtals



    715.030



    794.826


    Afborganir af langtímaskuldum félagsins greinast þannig á næstu ár:

    Árið 2017


    96.106

    Árið 2018


    93.575 91.981

    Árið 2019


    89.379 87.856

    Árið 2020


    89.379 87.856

    Árið 2021


    89.379 87.856

    Árið 2022


    89.379 439.279

    Afborgun síðar


    357.515

    Langtímaskuldir alls



    808.605



    890.932


  17. Skuldbindingar utan efnahagsreiknings

    Skuldbindingar vegna verksamninga sem ólokið er um áramót námu um 1.108 millj. kr. árslok 2017.

  18. Óreglulegir liðir

    Á árinu 2017 seldi félagið lóð í Kjalarvogi til Reykjavíkurborgar og var söluhagnaður vegna sölu lóðarinnar 40,0 millj.kr.
    Ekki var um sambærilega lóðasölur að ræða á árinu 2016.

  19. Tengdir aðilarSkilgreining á tengdum aðilum

    Eigendur og félög tengd þeim, stjórnarmenn og stjórnendur teljast vera tengdir aðilar félagsins

    Hluti af þeim aðilum sem skilgreindir eru sem tengdir aðilar eiga almenn viðskipti við félagið. Skilyrði og skilmálar viðskiptanna voru sambærileg við það sem gerist í viðskiptum við ótengda aðila og eru þessi viðskipti því flokkuð sem slík.

    Tekjur frá systurfélögum á árinu 2017 námu um 25,6 millj. kr. Kaup af vörum og þjónustu af Reykjavíkurborg og systurfélögum námu um 220,1 millj. kr. á árinu. og af öðrum tengdum aðilum um 16,3 millj.kr á árinu. Viðskiptaskuldir við tengd félög námu 31,8 millj.kr. í árslok. Auk þess er fært á meðal langtímakrafna skuldabréf á hendur Reykjavíkurborg, sem bókfært er á 204,5 millj. kr.

  20. Þóknun endurskoðenda

    Þóknun til ytri endurskoðenda félagsins á árinu 2017 nam 2,4 millj. kr. (2016: 2,1 millj. kr.).

  21. Uppgjör við Brú lífeyrissjóð

    Á árinu 2017 gjaldfærðu Faxaflóahafnir samtals um 322,3 millj. kr. vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Uppgjörið er tilkomið vegna breytinga á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem samþykkt voru á Alþingi með lögum nr. 127/2016. Meðal breytinga er að ávinnsla lífeyrisréttinda í A-deildum LSR og Brúar verður aldurstengd en ekki jöfn og lífeyristökualdur hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Við framangreindar breytingar eru réttindi virkra sjóðfélaga tryggð með sérstökum framlögum til sjóðanna af hálfu launagreiðenda. Framlagið er fært á meðal skammtímaskulda í
    efnahagsreikningi en var að fullu greitt í febrúar 2018.

  22. Önnur mál

    Hagtak hf. hefur stefnt félaginu vegna meintra vanefnda á verksamningi og nemur stefnufjárhæðin 173,6 millj. kr. Faxaflóahafnir hafa hafnað kröfum stefnenda en óvissa er um endanlega niðurstöðu málsins.