Tölfræði

Tölfræði

Helstu tölur varðandi flutninga, afla og skipakomur sýna að vöruflutningar hafa aukist og tekjur af vörugjöldum vaxið á síðustu árum. Flutningar í tonnum talið jukust um 5,5% og voru alls liðlega 3,8 milljónir tonna. Hægt og bítandi hefur innflutningur aukist og var 2,7 milljónir tonna og útflutningur jókst á milli ára um 3% og var 936,4 þús. tonn. Merkjanleg aukning hefur verið í svonefndum milliflutningum (transit) en það er vara sem flutt er til landsins og út aftur, en einnig er um að ræða vöru sem kemur til Reykjavíkur, en er flutt út á land. Aðallega er þó um að ræða vöru sem fer á milli Evrópu og Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi. Þessir flutningar voru alls 187,7 þús. tonn og jukust um tæp 28%.

Ofangreind mynd sýnir þróun flutninga miðað við magn í tonnum en myndin hér að neðan þróun í gámaeiningum. Þegar skoðuð er þróun gámaflutninga, sem mældir eru í TEU – einingum (Twentyfoot Equivilent Unit) þá má sjá að verulegur vöxtur hefur orðið síðustu ár. Fjöldi gámaeininga var á árinu 2018 alls 352.000 TEU sem svipað umfang og árið 2017, en veruleg aukning frá því árin á undan. Þar sem innflutningur er meiri en útflutningur og Ísland endastöð varnings þá nýtast ekki allir gámar til útflutnings og því verður að flytja þá tóma út aftur.

Landaður afli var í heildina svipaður og árið 2017, en í Reykjavík var landaður afli meiri en árið 2017 og vegur þar þyngst bolfiskur. Afli á Akranesi var nokkru minni en árið 2017 og vegur þar þyngst samdráttur í uppsjávarafla.

Á árinu 2018 komu alls 1.474 skip yfir 100 brúttótonn til Faxaflóahafna sf. og er það fækkun um 42 skip á milli ára. Þar af voru farþegaskip 152 og farþegar með þeim um 145.000.

Veruleg aukning hefur orðið á síðustu árum í fjölda brúttótonna m.a. vegna komu stærri skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur. Brúttótonnafjöldi skipa á árinu 2018 var 12,1 milljón tonna og var aukningin frá árinu 2017 um 8%

Þróun varðandi komur skemmtiferðaskipa og farþega er sú sama og undanfarin ár og fjölgar bæði skipakomum og farþegum. Tekjur af skemmtiferðaskipum voru á árinu 2018 um 11,3% af heildartekjum, en þar á móti er kostnaður af þjónustu og dráttarbátum. Þessar tekjur hafa verið hækkandi sem hlutfall af heildartekjum

Í lok árs 2018 voru 67 fastráðnir starfsmenn hjá Faxaflóahöfnum sf. Að teknu tilliti til sumarafleysinga og sumarstarfa í Bækistöð eru ársstörf innan fyrirtækisins um 77.

Störf 2014 2015 2016 2017 2018
Hafnarþjónusta 32 32 31 32 32
Bækistöð 13 13 12 12 12
Tæknideild 3 3 3 4 3
Skrifstofa 13 12 13 12 13
Húseignir 2 2 2 2 2
Siglingavernd – Umhverfismál 1 5 5 5 5
Alls 64 67 66 67 67

Að auki um 15 sumarstarfsmenn í Bækistöð og 2-3 til afleysinga í hafnarþjónustu yfir sumarmánuðina.

Ástæða er til að færa starfsfólki Faxaflóahafna þakkir fyrir vel unnin störf og hlutdeild þeirra í ágætum árangri árið 2018.